en | is
| | | |
Fróðlegt

Spurningar

Fyrir hverja er Notando lausnin ?

Það geta allir sem reka lítil eða stór fyrirtæki notað Notando.is. Jafnvel þeir sem ekki vilja færa bókhald geta gert reikninga sína og látið aðra færa bókhaldið.

Er erfitt að færa bókhald ?

Ef þú hefur skilning á skráningu kostnaðar og tekna er lítið mál að færa bókhald. Við mælum samt með grunnnámskeiðum í slíku til að fá.

Hvað get ég verið með marga notendur á kerfinu ?

Þú mátt skrá eins marga notendur á gagnagrunninn þinn eins og þú vilt án þess að greiða neitt aukalega fyrir það.

Get ég notað minn eigin reikningshaus á reikningana mína ?

Þú getur bæði vistað inn haus á reikninga, fót og svo geturðu fengið sérhönnun á þeim ef þú óskar.

Eru gögnin mín örugg ?

Öll samskipti fara í gegnum SSL sem þýðir að þú ert með minnst 256 bita dulkóðum, sem mjög erfitt er að brjóta. Til að tryggja gagnaöryggi eru gögn afrituð nokkrum sinnum á dag á speglaða diska.

Hver er munurinn á ykkur og öðrum kerfum?

Notando er viðamesta netbókhaldskerfið á landinu og þó víðar væri leitað. Einnig er það á frábæru verði en aðeins Xbókhald er ódýrara en jafnframt aðens ófullkomnara.

Hvernig virkar netverslunarkerfið ?

Það virkar þannig að allar vörur sem þú skráir í bókhaldskerfið og leyfir að sjáist á ytri vef munu birtast á þinni fyrirtækjasíðu. Þú getur sett inn vörumyndir og nánari upplýsingar um vöru eftir þörfum. Þetta er frábær viðbót fyrir þá sem eru með verslun eða heildverslun. Einnig geta þeir sem heimsækja þig skoðað vefinn á ensku og jafnvel verslað af þér og greitt með PayPal greiðsluþjónustunni.

Get ég sett mitt eigið "look" á fyrirtækjavefinn (netverslunina) ?

Ytri vefurinn kemur með staðlaðri uppsetningu. Þú getur hinsvegar breytt öllum litum, leturgerð, uppsetningu og fleiru beint í gegnum kerfið á einfaldan máta og án þess að þurfa kunna nokkuð í HTML. Ef þú ert með sérþarfir og vilt hafa allt öðruvísi look en við bjóðum upp á geturðu sent okkur mynd/layout sem við gerum þér svo tilboð í að setja sem look á þinn vef.

Afhverju er netverslun Notando betri en aðrar svona verslanir ?

Fyrir því eru nokkrar ástæður; í fyrsta lagi er enginn stofnkostnaður, vörur skrást í verslunarkerfi um leið og í bókhaldskerfi og þegar viðskiptavinur pantar hjá þér er hann jafnframt búinn að stofna sig í bókhaldskerfið og þú ert með tílbúna pöntun sem þú þarft bara að staðfesta sem reikning. Einfaldara getur það ekki verið.

Verður þetta ekki hægagangur þar sem þetta er í gegnum netið ?

Við erum með stóra örugga bandbreidd svo ef þú ert að minnsta kosti með 56Kb módem ætti þetta ekki að vera hægara en að skoða venjulegar, hraðar vefsíður.

Er einhver annar kostnaður ?

Verðlistinn hjá okkur er einfaldur. Þú getur valið á milli nokkurra pakka og greiðir svo bara fast mánaðargjald á meðan þú notar lausnina. Þegar þú hættir að nota kerfið, hættirðu líka að greiða nokkuð.