en | is
| | | |
Nýtt á Íslandi! Nú geturðu stofnað viðskiptavini, skoðað pantanir frá vefverslun og gefið út reikninga beint í nýja Iphone símanum þínum. Smelltu hér til að skoða meira um Iphone lausnina okkar.
Heildarkerfi sem inniheldur m.a. fjárhagsbókhald, birgðabókhald og launabókhald, allt sérsniðið handa litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Auðvelt að opna vefverslun með því að einu að haka við vörur í birgðum sem eiga að fara á netið.
Hægt er á einfaldan máta að setja vefverslanir upp á Facebook. Ekki er þörf á neinni hönnun við slíkar vefverslanir og þetta einfaldar enn frekar málin fyrir viðskiptavini þína..
Nú er hægt að setja vefverslanir Reikningar.is upp á Wordpress sem plugin. Þetta einfaldar mikið málin við að setja fallegt útlit á vefsíðunni þinni þar sem hægt er að finna gríðarlegt magn tilbúinna Wordpress útlita..
2-5 mínútu kennslumyndbönd auðvelda þér að læra og hámarka notkunarmöguleika á Notando.

Einkakennsla 1: Þínir bankar og kort skráð í kerfi, farið er yfir dagbókafærslur, nokkrar færslur bókaðar af þínum eigin fylgiskjölum og allt að 5 flýtifærslur stofnaðar. Allt að 3 vörur stofnaðar, viðskiptamaður stofnaður og reikningur gerður á viðskiptamann notanda. Skýrslur skoðaðar ásamt því hvernig VSK er skilað. Þetta námskeið er í um 2 klukkustundir og gert ráð fyrir að notandi kunni að gera allar helstu aðerðir bókhaldskerfis án mikillar hjálpar eftir það.
10.000 kr. + VSK

Einkakennsla 2: Hér er áherslan á vefverslun og gert ráð fyrir að vefverslun virki með nokkrum vörum þegar námskeiði er lokið. Farið er í eiginleika, skráningu á mörgum myndum fyrir vörur, hvernig innkaupaferli viðskiptavinar er háttað og hvernig vefverslunarkerfi virkar. Eftir þetta námskeið á vefverslun notanda að virka að grunninum til, viðskiptavinir að geta framkvæmt kaup og notandi á að vera fær um að bæta við nýjum vörum inn að vild í vefverslun.
10.000 kr. + VSK

Einkakennsla 3: Hér er áherslan á launakerfi og gert ráð fyrir að notandi geti reiknað laun, sett upp launamenn og skilað upplýsingum rafrænt til RSK að námskeiði loknu. Hjálpað er til við uppsetningu á einum til tveimur launamönnum hjá notanda, laun reiknuð. Sýnt er hvernig launafrádráttur virkar og hvað skal gera til að skila viðeigandi skýrslum til lífeyrissjóða, RSK og hvernig skal bóka launagreiðslur í fjárhagsbókhald. Gert er ráð fyrir að þetta námskeið taki um 1 klst.
7.500 kr. + VSK

Fróðlegt
Námskeið
Hægt er að panta einkanámskeið hér að neðan til þess að komast af stað með að nota Notando kerfið en einnig bendum við á http://youtube.com/notandois.
"Að geta fært bókhaldið hratt og örugglega skiptir mig mestu máli þess vegna valdi ég Notando"
– Aðalbjörg Sigurþórsdóttir