en | is
| | | |

Skilmálar um notkun á þjónustunni Notando.is

Almennir skilmálar

Notando á Íslandi ehf veitir þér aðgang að bókhalds, vefverslunar og samskiptakerfi og mun ávallt gera sitt besta í því að hafa þjónustuna opna þannig að þú komist í kerfið eftir þínum hentugleika. Reynt verður að gera uppfærslur og gagnagrunnsaðgerðirá tímum utan reglulegs vinnutíma en ef óvænt atvik koma upp getur þurft að framkvæma þær á öðrum tímum.

Þar sem þjónustan er á Internetinu geta komið upp atburðir sem hefta aðgang að kerfinu en sem möguleg dæmi má nefna:

  • 1) Bilun hjá Internet þjónstuaðila hjá þér eða þjónustuaðila Notando.
  • 2) DOS áras frá óviðkomandi aðilum þar sem aðgangur notenda er hamlaður að kerfi.
  • 3) Óvænt bilun í vélbúnaði.
  • 4) Innbrot í kerfi frá óviðkomandi aðilum.
  • 5) Óvænt bilun í hugbúnaði.

Notando á Íslandi ehf, er ekki ábyrgur gagnvart ofangreindum atriðum né öðrum tengdum atriðum sem upp geta komið. Notando á Íslandi ehf mun þó reyna að koma í veg fyrir að þetta geti gerst eftir fremsta megni. Búnaður er til að mynda geymdur á öruggum stað, með margfalt öryggi vegna rafmagnsbilana og öflugu þjófavarnarkerfi ásamt rimladyrum. Þá er öflugur sjálfvirkur slökkvibúnaður til staðar til að stöðva eld við upptök.

Til þess að koma í veg fyrir að gögn tapist eru gögn afrituð nokkrum sinnum á dag. Og daglega er eitt afrit geymt í 2 vikur. Á vikufresti eru svo afrit geymd í öðru ótengdu húsi til að fyrirbyggja að eldsvoði, eða annað slíkt geti látið gögn til langs tíma tapast.

Í samskiptum við kerfið er notað 256 bita dulkóðun til þess að tryggja að utanaðkomandi aðilar geti ekki "hlerað" þær upplýsingar sem þú skráir. Aldrei er þó alveg hægt að útiloka slíkt og verða notendur því að vera meðvitaðir um þessi mál.

Við stofnun notanda er búið til lykilorð og notendanafn. Þessu lykilorði má breyta og ætti að breyta reglulega til þess að tryggja öryggi gagna þinna. Þú skalt aldrei láta óviðkomandi fá aðgang að þínu lykilorði og óráðlegt er að nota sömu lykilorð og notuð eru í kerfum smb. hotmail og svo framvegis. Ef óviðkomandi brýst inn í kerfið og eyðileggur þar gögn vegna vanrækslu á að gæta lykilorðs er Notando á Íslandi ekki ábyrgt fyrir skaða sem af slíku kann að hljótast.

Ef þú hættir í mánaðaráskrift geymum við gögnin þín í minnst 7 ár og þú getur hvenær sem er á þeim tíma óskað eftir að fá aðgang að þeim gegn gjaldi sem nemur 3 mánaða áskrift samkvæmt þeim áskriftarpakka sem þú varst með í notkun.

Einyrkjum er boðið að nýta sér launabókhaldshluta Notando frítt. Þetta felur í sér færslur fyrir aðeins 1 starfsmann en sé bókhaldskerfi notað eða verði um fleiri en einn starfsmann (kennitölu) að ræða skal greiða fulla mánaðaráskrift á kerfinu.

Persónuvernd

Notando á Íslandi mun ekki láta neinum þínar upplýsingar í té nema ef um skattrannsókn eða lögreglurannsókn sé að ræða. Starfsmenn Notando á Íslandi eru einnig bundnir þagnarskyldu um öll þín gögn við utanaðkomandi aðila.

Takmörkun ábyrgðar

Notando á Íslandi ehf. ber ekki ábyrgð á því hvort þjónusta þessi veldur þriðja aðila skaða. Aukinheldur er öll önnur ábyrgð takmörkuð við það að Notando á Íslandi mun endursetja upp gögn og aðstoða varðandi leiðréttingar skuli eitthvað misfarast vegna hugbúnaðarvillna eða kerfisbúnaðarbilana.

Notando á Íslandi reynir eftir bestu getu að sjá til þess að gögnin þín varðveitist en þú getur einnig óskað eftir afritum reglulega til þess að takmarka möguleika á gagnatapi enn frekar.

Verðskrá

Verðskrá er yfirfarin á 6 mánaða fresti, í júní og desember ár hvert, og er hækkuð ef tilefni er til. Aldrei er þó hækkað en sem nemur 10%, í einu skrefi. Stórnotendur sem skapa mikið álag á kerfi geta lent í því að fá ábendingu um óvenjulega mikla notkun. Haldi þessi mikla notkun áfram áskilur Notando á Íslandi ehf sér rétt til að semja sérstaklega um verð fyrir rekstur á kerfi fyrir slíka aðila enda geti þurft að koma upp sér vélbúnaður fyrir þennan aðila. Þetta ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að geta gerst fyrir fyrirtæki með minna en 10 starfsmenn.

Breytingar á skilmálum

Notando á Íslandi ehf áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum en notendur hafa aðgang að þeim í kerfinu undir liðnum "Fyrirtæki - Almennar Upplýsingar".

Málaferli

Málaferli sem upp kynna að rísa vegna notkunar á þjónustunni Notando.is skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Stofna nýtt fyrirtæki » Grunn uppsetning

Notando.is kerfið er alveg án skuldbindinga og við gerum ekki samninga sem loka þig inni til lengri tíma. Þér er frjálst að hætta hvenær sem er og það besta er að kerfið er alveg frítt á meðan fyrirtækið þitt er lítið.

Notendur okkar eru ánægðir notendur og þá ekki síst vegna þess þeir greiða lægstu verðin á markaðnum fyrir frábæra lausn.

Ekki bíða með að skrá þig, því þú hefur engu að tapa !

Grunn uppsetning
Fyrirtækjaupplýsingar
Aðilar
Tímabilsuppsetning
Admin notendauppsetning
Spurningar
*
Uppsetning
*
*
Tegund
*
Örugg innskráningarsíða
https://gagnagrunnsheiti.accounting.notando.is
Vefverslun
http://gagnagrunnsheiti.notando.is