Fróðlegt
|
VefverslunVið skráningu í Notando kerfið færðu uppsetta vefverslun sem er ÞITTNAFN.notando.is. Ef þú ert svo með eigið nafn sem væri t.d. minverslun.is að þá geturðu beint þeirri slóð á þá sem þú færð uppsetta hjá okkur. Allar helstu síður svo sem Forsíða, Fréttir, Hafa samband, eru uppsettar en auk þess geturðu bætt við þínum eigin síðum með öðrum upplýsingum. Vörur sem eru innskráðar sem birgðir í bókhaldi, og merktar til sýningar birtast sjálfkrafa í vefversluninni. Þú getur líka sett eiginleika á vörurnar og vöruflokka, þannig að viðskiptavinir geti keypt t.d. föt í mismunandi litum og stærðum án þess þó að geta keypt vörur sem ekki eru til. Ef þú setur afslátt á vöru eða vöruflokk, verða viðeigandi vörur merktar með afsláttarstjörnu og prósentu. Einnig er strikað yfir söluverð sem afsláttur er reiknaður af. Þegar viðskiptavinur kaupir vöru, færðu strax tilkynningu á netfang þess sem skráði bókhaldskerfið (admin). Í töfluyfirliti reikninga getur þú líka skoðað allar sölur í vefverslun, og skráð þar hvenær vara er afhent (send). Þú getur sett myndir á vöruflokka, og fleiri en eina mynd á hverja vöru. Vefverslunin er bæði á Íslensku og á Ensku svo þú getur selt vörur bæði innanlands og erlendis, Þú getur valið liti, stafagerðir, sett inn haus og ýmsa uppsetningu á versluninni auk þess sem þú getur komið með þitt eigið "template" sem væri hannað af þínum hönnuðum og fengið það uppsett hjá okkur. Einnig geturðu “innifalið” vefverslun okkar í þinn eigin vef á einfaldan máta en þannig mun viðskiptavinur upplifa sig sem hann fari aldrei af vefnum þegar hann verslar á þinni síðu. Sem dæmi um vefverslanir sem viðskiptavinir hafa sett sjálfir upp kíktu á:
Athugið að uppsetning, stafaval, haus og litir er val viðskiptavina svo þú getur haft þitt allt öðruvísi.
|