en | is
| | | |

Viðskiptakerfi í Iphone símann þinn!

Enn ein ástæða til að fá sér besta símann í heiminum!

Notando er fyrst á Íslandi með Iphone netlausn fyrir viðskiptakerfi. En það besta er að það fylgir með grunnáskrift Notando þannig að þú greiðir EKKERT fyrir aðgang að Iphone viðskiptalausn Notando kerfisins.

Það sem þú getur gert með Iphone lausn Notando er td. :

  • Skoða pantanir úr vefverslun
  • Skoða útistandandi tilboð
  • Stofna nýja viðskiptavini
  • Gera reikning á viðskiptavin og senda sem netpóstsviðhengi
  • Innifela greiðsluslóð í netpósti svo viðskiptavinur geti greitt með korti

Þetta hentar fyrir alla þá sem ekki eru alltaf með tölvuna með sér í vinnunni, nú eða þá sem vinna annars staðar en við skrifborð. Dæmi um notkun væri t.d. iðnaðarmaður sem er hjá viðskiptavini og leysir lítið smáverk, eða stærra verk. Hann sest niður í nokkrar mínútur, tekur saman hvað hann vann og sendir reikninginn til viðskiptavinar. Viðskiptavinurinn fær bæði reikning og slóð til greiðslukortafyrirtækis þar sem hann getur gengið frá greiðslunni.

Sama gæti átt við félagsráðgjafa með litla skrifstofu án tölvu o.s.fr.

Þetta hentar líka frábærlega fyrir þá sem eru með vefverslun því þarna geta þeir séð hvort nýjar pantanir eru komnar í kerfið og afgreitt þær án þess að vera við tölvu ef þeir hafa aðgang að vörunni.

Fleiri lausnum verður fljótlega bætt þarna við eins og að taka við kreditkorti á staðnum.

Mundu að lausnin er frí fyrir alla notendur Notando á Íslandi og það eina sem þeir þurfa er 3G aðgangur.

Hér að neðan eru nokkrar myndir úr Iphone lausn Notando.