Fróðlegt
|
Fullkomið launakerfiLaunakerfi Notando er sérlega fullkomið. Við sækjum breytur til RSK í hvert skipti sem þú reiknar launin og því aldrei hætta á að þú sért með rangar skattaupplýsingar. Hægt er að reikna mánaðarlaun eða tímalaun á starfsmenn. Einnig má skrá inn uppsafnaðan ónotaðan persónuafslátt á starfsmenn og sér kerfið þá um að nýta hann þar til hann er fullnýttur. Kerfið heldur líka utan um orlofsdaga og veikindadaga. Það gæti ekki verið einfaldara að skila staðgreiðslu til skattsins en það eina sem þarf að gera er að velja skil, senda skil til yfirferðar, og staðfesta skil. Þetta tekur undir einni mínútu jafnvel fyrir óvana. Þegar þetta hefur verið framkvæmt ætti að vera komin greiðsluseðill í banka fyrirtækisins. Þegar laun eru reiknuð sést á yfirliti hve marga frí og veikindadaga starfsmaður á uppsafnaða og hægt er að bæta inn notuðum dögum þessa mánaðar. Ef starfsmenn skulda barnabætur, greiða í starfsmannasjóð, eru að greiða niður fyrirframgreidd laun eða skulda opinber gjöld er hægt að stofna launafrádrátt sem reiknast sjálfkrafa af launum starfsmanns í launaútreikningum. Þetta er mjög mikilvægur hluti launakerfis og einfaldar allt utanumhald launa. Eftir að ári er lokið er hægt að skila launamiðum rafrænt beint til RSK á einfaldan máta. ![]() |