Einkakennsla 1: Þínir bankar og kort skráð í kerfi, farið er yfir dagbókafærslur, nokkrar færslur bókaðar af þínum eigin fylgiskjölum og allt að 5 flýtifærslur stofnaðar. Allt að 3 vörur stofnaðar, viðskiptamaður stofnaður og reikningur gerður á viðskiptamann notanda. Skýrslur skoðaðar ásamt því hvernig VSK er skilað. Þetta námskeið er í um 2 klukkustundir og gert ráð fyrir að notandi kunni að gera allar helstu aðerðir bókhaldskerfis án mikillar hjálpar eftir það.
10.000 kr. + VSK
Einkakennsla 2: Hér er áherslan á vefverslun og gert ráð fyrir að vefverslun virki með nokkrum vörum þegar námskeiði er lokið. Farið er í eiginleika, skráningu á mörgum myndum fyrir vörur, hvernig innkaupaferli viðskiptavinar er háttað og hvernig vefverslunarkerfi virkar. Eftir þetta námskeið á vefverslun notanda að virka að grunninum til, viðskiptavinir að geta framkvæmt kaup og notandi á að vera fær um að bæta við nýjum vörum inn að vild í vefverslun.
10.000 kr. + VSK
Einkakennsla 3: Hér er áherslan á launakerfi og gert ráð fyrir að notandi geti reiknað laun, sett upp launamenn og skilað upplýsingum rafrænt til RSK að námskeiði loknu. Hjálpað er til við uppsetningu á einum til tveimur launamönnum hjá notanda, laun reiknuð. Sýnt er hvernig launafrádráttur virkar og hvað skal gera til að skila viðeigandi skýrslum til lífeyrissjóða, RSK og hvernig skal bóka launagreiðslur í fjárhagsbókhald. Gert er ráð fyrir að þetta námskeið taki um 1 klst.
7.500 kr. + VSK